Starfsmenn SAH fá hæfnisskírteini í vernd dýra við aflífun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.07.2019
kl. 08.34

Rafal Trochim starfsmaður SAH Afurða, Stanislaw Swedra starfsmaður SAH Afurða, Robert Wika eftirlitsdýralæknir Mast, Klara Wika eftirlitsdýralæknir Mast, Gísli Garðarsson sláturhússtjóri SAH Afurða, Rúnar Örn Guðmundsson fjárflutningaaðili Síðu, Ásmundur Sigurkarlsson dýravelferðafulltrúi SAH Afurða. Myndir:sahun.is.
Það sem af er þessu ári hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar afhent átta einstaklingum á vegum SAH Afurða ehf. hæfnisskírteini í vernd dýra við
aflífun. Opinberar kröfur eru þær að allir sem koma að meðhöndlun dýra fyrir og við slátrun hafi til þess þekkingu á dýravelferð, hegðun sláturdýra, hvernig aðbúnaði í sláturhúsi skuli háttað, deyfingaaðferðum og að geta metið meðvitund dýra og árangur blæðingar.
Á vef SAH Afurða segir að allir hafi staðist bæði bókleg og verkleg próf með sóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.