Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.

Hvergerðingar unnu fyrri leikinn 3-2 en nú mæta Húnvetningar með fullskipað lið og eru til alls vísari.

Allir á völlinn og áfram Kormákur/Hvöt!

Fleiri fréttir