Stefnir í mikinn prjónastemmara á Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í áttunda sinn dagana 7.-9. júní næstkomandi en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem lengra komnum. Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga.

Dagskráin er stútfull af áhugaverðum viðburðum, þar á meðal prjónanámskeiðum, fyrirlestrum, vinnustofum og sýningum. Aðgangur að mörgum viðburðum er ókeypis, en skráning er nauðsynleg fyrir námskeið og vinnustofur. Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.

Svanhildur Pálsdóttir, verkefnastjóri Prjónagleðinnar, segir að Garnatorgið verði stærra og glæsilegra með hverju árinu. „Núna verða 25 söluaðilar að selja garn og alls konar prjónatengdar vörur. Sannkallað himnaríki fyrir garnelskendur og allt handavinnufólk,“ segir Svana og bætir við að stöllurnar í Bandi og bókum muni standa fyrir prjónabingói á laugardagskvöldinu í Krúttinu. „Þar sem verða glæsilegir vinningar og mikill prjónastemmari þegar vel yfir 100 prjónarar koma saman á prjonakvöldvöku.“

„Ef þú veist ekkert um Band og bækur þá eru það athyglissjúkar miðaldra skagfirstkar prjónadömur sem framleiða YouTube þætti um aðallega prjónaskap og aðeins um bækur,“ segir Svana síðan þegar blaðamaður opinberar fáfræði sína – enda varla verið neinn prjónagleðipinni hingað til.

Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. Hátíðin hefur stækkað með hverju ári, bæði viðburðir og fjöldi gesta sem mætir á Blönduós.

Dagskrá Prjónagleðinnar 2024, birt með fyrirvara um breytingar:

FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ
Kl. 10.00 - 17.00 - Heimilisiðnaðarsafnið opið.
Kl. 14:00 - 23:00 - Gallerí Ós opið, Húnabraut 21
Kl. 20.00 - 23:00 - Hitað upp fyrir Prjónagleðina. Prjónahittingar á ýmsum stöðum á Blönduósi. Staðsetningar auglýstar síðar.

FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ
Kl. 10.00 - 17.00 - Heimilisiðnaðarsafnið opið.
Kl. 10.00 - 12.00 & 13:00 - 15.00 - Opið hús og leiðsögn í boði í ullarþvottastöð Ístex - frítt inn
Kl. 13:00 - 17:00 - Sveitaverslunin Hólabak opin.
Kl. 14.00 - 17.00 - Námskeið*
Kl. 14:00 - 20:00 - Gallerí Ós opið, Húnabraut 21.
Kl. 16.00 - 18.30 - Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið - frítt inn
Kl. 16.00 - 18.30 - Prjónakaffhúsið Apótekarastofan á Garntorginu opið
Kl. 19.30 - Sýningin Sjalaseiður opnar í Félagsheimilinu - frítt inn
Kl. 20.00 - 23.30 - Opnunarkvöld Prjónagleðinnar í Félagsheimilinu. Prjónakvöld, endurfundir og samvera. Á dagskrá eru 2 fyrirlestrar:
Prjónalíf Helgu Jónu Þórunnardóttur á íslensku og
Shawls of Myth and Magic- kynning á sýningu Bergrósar Kjartansdóttur á ensku.
Aðgangur: prjónaarmband

LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ
Kl. 9.00 - 12.00 - Námskeið*
Kl. 9.00 - 10.00 - Gengið um prjónana í gamla bænum
Söguganga með Berglindi Björnsdóttir
Kl. 10.00 - 17.00 - Heimilisiðnaðarsafnið opið
Kl. 11:00 - 20:00 - Gallerí Ós opið. Húnabraut 21
Kl. 11.00 - 18.00 - Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið - frítt inn
Kl. 11.00 - 18.00 - Prjónakaffhúsið Apótekarastofan á Garntorginu opið
Kl. 11.00 - 18.00 - Sýniningin Sjalaseiður í Félagsheimilinu - frítt inn
Kl. 12.30 - 13.30 - Fyrirlestrar í Félagsheimilinu - Aðgangur: prjónaarmband
Hannyrðapönk - Sigrún Bragadóttir Hannyrðapönkari í aðalsal
Icelandic Wool, Spinning Sheepherdesses and the south Iceland Wool Week - Maja Siska í bíósal.
Kl. 13:00 - 17:00 - Sveitaverslunin Hólabak opin.
Kl. 13.45 - 16.45 - Námskeið*
Kl. 14:00 - Ljósmyndasýning eftir Ársæl Aðalstein Árnason opnar í Listakoti Dóru.
Kl. 17.00 - 18.00 - Fyrirlestur í Félagsheimilinu - Aðgangur: prjónaarmband
Sjalaseiður - Bergrós Kjartansdóttir
Kl: 20.00 - 23.30 - Prjónagleðikvöld í Krúttinu -
Prjónakokteill, barinn opinn, prjónasamvera og bingó með Bandi & Bókum - frítt inn og ekki þarf að panta fyrirfram.

SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ
Kl. 9.00 - 12.00 - Námskeið*
Kl. 10.00 - Prjónamessa í Blönduóskirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir
Kl.10.00 - 14.00 - Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið - frítt inn
Kl. 10.00 - 14.00 - Prjónakaffhúsið Apótekarastofan á Garntorginu opið
Kl. 10.00 - 14.00 - Sýningin Sjalaseiður í Félagsheimilinu - frítt inn
Kl. 10.00 - 17.00 - Heimilisiðnaðarsafnið opið
Kl. 12.30 - 13.30- Fyrirlestur í Félagsheimilinu - Aðgangur: prjónaarmband
Hugarheimur prjónahönnuðar - Vala Einarsdóttir
Kl. 13:00 - 17:00 - Sveitaverslunin Hólabak opin
Kl. 13:00 - 18:00 - Gallerí Ós opið, Húnabraut 21
Kl. 13:00-18:00 - Listakot Dóru opið
Kl. 14.00 - 15.00 - Samprjón í sundi

*námskeið, sætaferð frá Akureyri og Reykjavík og prjónaarmbönd er hægt að kaupa hér: https://www.textilmidstod.is/.../iceland-knit-fest-2024

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir