Stefnt að opnun Menningarhússins Miðgarðs í tengslum við Sæluviku

Á fundi menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar í gær var rætt um opnun Menningarhússins Miðgarðs, en stefnt er að opnun í tengslum við Sæluviku - og þá væntanlega komandi Sæluviku.

 

Rætt var um framtíðarskipulag á rekstri hússins en auglýst var eftir rekstraraðila nú í upphafi árs og svöruðu þrír aðila auglýsingunni. Viðræður við þá standa enn yfir. Ákveðið var að boða eigendafund í Miðgarði þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir

/Skagafjörður.com

Fleiri fréttir