Steinull ekki á leið til Barselona

Starfsmannafélag Steinullar hafði fyrirhugað og greitt farmiða fyrir starfsmenn fyrirtækisins til Barselona nú í nóvember og átti ferðin að vera árshátíðarferð starfsmanna. Nú hafa Heimsferðir hins vegar hætt við allar ferðir til Barselona í nóvember og ferðin því fyrir bí.

Starfsmenn fengu þó ferðirnar endurgreiddar og í staðinn fyrir að fara erlendis er hugmyndin að fara í leikhúsferð og á jólahlaðborð til Reykjavíkur að þessu sinni.

Fleiri fréttir