Steinull hf. gefur reykköfunartæki
feykir.is
Skagafjörður
24.11.2010
kl. 08.31
Þessa dagana standa yfir námskeið hjá starfsmönnum Steinullar hf í almennri skyndihjálp og viðbrögðum við eldsvoða. Við það tækifæri gaf Steinull hf. Brunavörnum Skagafjarðar tvö fullkomin reykköfunartæki til afnota.
Námskeiðin eru í umsjón Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra og starfsmanna Brunavarna Skagafjarðar og eru haldin í framhaldi af vinnu sem verið hefur í gangi innan fyrirtækisins um öryggis- og áhættumat.