Steinunn Þórisdóttir ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra Ársala

Steinunn Þórisdóttir nýr aðstoðarleikskólastjóri Ársala. Mynd af vef Skagafjarðar.
Steinunn Þórisdóttir nýr aðstoðarleikskólastjóri Ársala. Mynd af vef Skagafjarðar.

Steinunn Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Ársala á Sauðárkróki. Á  heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að vegna stækkunar leikskólans og fjölgunar barna hafi verið ákveðið að auglýsa eftir öðrum aðstoðarleikskólastjóra og bætist Steinunn því við stjórnunarteymi leikskólans, en Sólveig Arna Ingólfsdóttir er leikskólastjóri og Elín Berglind Guðmundsdóttir er nýlega tekin við sem aðstoðarleikskólastjóri.

Steinunn Þórisdóttir lauk B.ed. í grunnskólakennarafræðum árið 2003 og fékk leyfisbréf grunnskólakennara sama ár. Árið 2017 lauk Steinunn Dipl.Ed í menntavísindum með áherslu á stjórnun og forystu frá Háskólanum á Akureyri og fékk leyfisbréf leikskólakennara sama ár. Steinunn hefur starfað samfellt í leikskólum frá árinu 2008 og hóf störf sem deildarstjóri í leikskólanum Ársölum í fyrra. Einnig hefur Steinunn starfsreynslu úr grunnskóla og í félagsþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir