Stelpurnar úr leik í Borgunarbikarnum en fengu hrós fyrir umgengni

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna féll úr leik í Borgunarbikarnum í gærkvöldi er þær heimsóttu Fylki í Árbænum. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru búnar að skora tvö mörk eftir átta mínútur.

Á 38. mínútu lagaði Carolyn Polcari stöðuna fyrir Tindastól er hún setti boltann í netið hjá Árbæingum en þeir gerðu út um leikinn á 61. mínútu er þeir skoruðu þriðja markið og svo það fjórða stuttu síðar og komu þar með í veg fyrir áframhaldandi þátttöku Tindastólsstúlkna í Borgunarbikarnum.

Það er ekki alltaf sem hrós fyrir umgengni fylgi íþróttaumfjöllun sem þessari en því vilja húsverðir Fylkisheimilisins koma á framfæri. Eftir að Tindastólsstúlkur höfðu notið súpunnar sem stallsystur þeirra buðu upp á eftir leikinn „iðaði“ Fylkisheimilið af hrósi yfir því hversu vel Tindastóll hefði gengið um klefann sinn og sennilega hefði slík umgengni bara ekki sést áður samkvæmt húsvörðum.

Fleiri fréttir