Stjórn Ferðafélags Skagfirðinga endurkjörin
Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga var haldinn í Sveinsbúð, húsnæði Skagfirðingasveitar, í gærkvöldi. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins var endurkjörin.
Í stjórninni eiga sæti Ágúst Guðmundsson formaður, Hjalti Pálsson, Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir, Trond Olsen og Þorsteinn Kárason. Í ferðanefnd voru kjörin: Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir og Trond Olsen.
Ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2015 verður kynnt í byrjun maí n.k. Þess má geta að heimasíða félagsins, sem er á slóðinni fss.is, hefur fengið andlitslyftingu. Þar er m.a. að finna myndasafn, fréttir úr starfsemi félagsins, upplýsingar um skála og fleira.
Ferðafélag Skagafjarðar var stofnað 1970 og verður því 45 ára á næsta ári. Búast má við að því verði fagnað með einhverjum hætti. Félagsmenn eru í dag um 100 og eru nýir félagar ávallt velkomnir. Til að skrá sig í félagið er hægt að hafa samband við stjórnarmenn en upplýsingar um netföng þeirra og símanúmer eru á heimasíðunni.