Stoðkennarinn vill hjálpa
Nú í vikunni munu allir foreldrar 10. bekkinga á Sauðárkróki og nágrenni fá gjafabréf frá Stoðkennaranum sem veitir þeim reynsluáskrift að stodkennarinn.is fram að samræmdu prófum.
Stoðkennarinn er námsvefur sem býður upp á námskeið í stærðfræði, íslensku, ensku, dönsku og tölvunotkun. Vefurinn leggur mikið upp úr gagnvirkni og einkunnautanumhaldi og hefur verið notaður víða um landið seinustu ár, m.a. í Árskóla.
-Nú hefur vefurinn verið hannaðar frá grunni og viljum við sinna einstaklingum og foreldrum í ríkari mæli en áður. Þannig geta foreldrar nú fengið eiginn aðgang til að fylgjast með virkni og gengi barna sinna, segir Guðmundur Ingi Jónsson hjá Stoðkennaranum.
Frekari upplýsingar um vefinn er hægt að fá með því að fara á Stoðkennarinn.is og skoðað kynningarmyndböndin fjögur sem þar er að finna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.