Stóðsmölun og Papaball um helgina

Um helgina verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt og er þetta í tuttugasta skipti sem gestum er boðið að taka þátt í ævintýrinu.

Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Verður ýmislegt til gamans gert í tilefni af þeim tímamótum en hægt er að nálgast dagskrána HÉR.

Hinir ómótstæðilegur Papar ætla að mæta norður í land um helgina, nánar tiltekið í Félagsheimilið á Blönduósi þar sem þeir ætla að spila á árlegu réttarballi. Paparnir hafa löngum verið þekktir fyrir sín frábæru böll og lofa þeir stórkostlegu fjöri langt fram á nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir