Stöku skúrir fram á kvöld

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er sunnan 10-18 m/s og rigning með köflum, en vestlægari um hádegi og stöku skúrir fram á kvöld. Lægir á morgun, sunnan 5-10 síðdegis og bjartviðri. Hiti 8 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Sunnan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum V-til og víða súld eða rigning S- og V-til, en annars þurrt og bjart með köflum. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast N-lands.

Á mánudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Dregur úr vætu með kvöldinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag:

Fremur hæg suðvestlæg átt og stöku skúrir, en léttskýjað N- og A-lands. Hiti 10 til 15 stig að deginum.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt með vætu víða um lands, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Milt í veðri.

Fleiri fréttir