Stólastúlkur hefndu ófaranna í gærkvöldi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
12.05.2025
kl. 20.44
Það er skammt stórra högga á milli í Garðabænum þessa dagana. Nú voru það Stólastúlkur sem sóttu lið Stjörnunnar heim í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Liðin mættust fyrir skömmu í Bestu deildinni á Króknum og þá rændu Garðbæingar stigunum en í dag máttu þær þola 1-3 tap í framlengdum leik gegn skynsömu og skipulögðu liði Tindastóls sem fékk nánast öll færin í leiknum. Það má því kannski segja að Skólastúlkur hafi hefnt fyrir ófarir körfuboltastrákanna okkar í Garðabænum í gærkvöldi.