Stólastúlkur með góðan sigur gegn Haukum

Áfram Tindastóll! MYND: ÓAB
Áfram Tindastóll! MYND: ÓAB

Stólastúlkur sprettu úr spori í Reykjanesbæ í kvöld líkt og strákarnir nema þær fengu að spila utanhúss. Andstæðingarnir voru lið Hauka sem sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins fjögur stig líkt og lið Fjölnis. Það mátti því gera ráð fyrir sigri Tindastóls og sú varð raunin. Lokatölur 0-5 og baráttan um sæti í Bestu deild kvenna hreint út sagt grjóthörð.

Það var Aldís María sem gerði eina markið í fyrri hálfleik á 25. mínútu en á sjö mínútna kafla í þeim síðari gerðu Stólastúlkur fjögur mörk og kláruðu dæmið. Fyrsta markið var reyndar sjálfsmark fyrirliða Hauka, Dagrúnar Birtu, og það kom á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Hannah Cade úr vítaspyrnu og á 59. mínútu komst Murr á blað. Það var síðan Hugrún sem gerði fimmta og síðasta mark leiksins á 61. mínútu.

Stólastúlkur náðu að bæta markatöluna með þessum fína sigri en liðið er þó áfram í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir HK sem er með 29 stig. Efst trónir lið FH með 32 stig. Á sama tíma og Tindastóll sigraði lið Hauka krækti HK í 1-2 sigur á liði Augnabliks en Víkingur gerði markalaust jafntefli við Fylki. Þar með virðast Víkingsstúlkur vera að missa af lestinni í toppbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir