Stolinn bíll af Króknum finnst í porti Vöku

Brynjólfur á Fagranesi varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á dögunu að bílnum hans var stolið fyrir utan bílaverkstæði á Sauðárkróki. Fór hann eins og lög gera ráð fyrir og tilkynnti atburðinn til lögreglu.

Ekkert heyrðist frekar um rannsókn málsins né um afdrif bílsins sem er af Wolsvagen Golf gerð fyrr en þremur vikum síðar. –Þá fékk ég bréf frá Vöku, segir Brynjólfur, og þeir rukka mig um 20 þúsund krónur, þá höfðu þeir dregið bílinn í burtu. Mér skilst að bíllinn hafi fundist ólöglega lagt á Hverfisgötunni. Ég er ekki mjög kunnugur í Reykjavík, en er ekki lögreglustöð við sömu götu? Mér finnst þetta makalaust, segir Brynjólfur og furðar sig á því að bíllinn hafi ekki fundist fyrr. Þeir sem rændu bílnum fyrst tóku ekkert fyrir það.

Fleiri fréttir