Stöndum öll með Blönduósingum

Harmleikurinn á Blönduósi í morgun lætur engan ósnortinn og ljóst að hugur landsmanna er með íbúum svæðisins. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, ávarpaði fjölmiðla nú síðdegis á Blönduósi og las upp yfirlýsingu frá sveitarstjórn og sveitarstjóra. Bað hann þjóðina að standa með íbúum svæðisins á þessum erfiðu tímum.

Yf­ir­lýs­ingin er svohljóðandi:

Við í sveit­ar­stjórn­inni vilj­um gefa út op­in­bera tilkynningu vegna þess vo­veif­lega at­b­urðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnu­dags 21. ág­úst. Við mun­um að svo stöddu ekki gefa kost á okk­ur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hönd allra í sam­fé­lag­inu.

Íbúar svæðis­ins eru harmi slegn­ir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raun­veru­lega gerst.

Hug­ur allra íbúa Húna­byggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeig­andi og aðstand­end­um þeirra sem tengj­ast þess­um hræðilega at­b­urði. Sam­fé­lagið er í ein­hvers kon­ar áfalli og all­ir eru að reyna ná utan um þessa at­b­urði og þær til­finn­ing­ar sem þeim fylgja. Í litlu sam­fé­lagi eins og okk­ar eru all­ir kunn­ingj­ar, vin­ir og/​eða ætt­ingj­ar og at­b­urður sem þessi rist­ir sam­fé­lagið djúpt.

Lokaður upp­lýs­inga­fund­ur lög­regl­unn­ar og annarra viðbragðsaðila fyr­ir íbúa svæðis­ins verður hald­inn í Fé­lags­heim­il­inu á Blönduósi klukk­an 20. Að þeim fundi lokn­um verður boðið upp á sál­ræn­an stuðning og sam­veru i Blönduós­kirkju.

Sveit­ar­stjórn bein­ir þeirri ósk til fjöl­miðla að sýna því skiln­ing að sam­fé­lagið er í sár­um og þarf svig­rúm til að vinna með þær sterku til­finn­ing­ar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að all­ar tækni­leg­ar upp­lýs­ing­ar um máls­at­vik eru á borði lög­regl­unn­ar sem sér um upp­lýs­inga­gjöf vegna máls­ins.

Við biðlum til lands­manna allra að standa með okk­ur á þess­um erfiðu tím­um, við erum brot­in og þiggj­um alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okk­ur. Eins ósk­um við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þess­um at­b­urði tengj­ast. Það eru dökk ský yfir okk­ur núna en með ykk­ar hjálp komust við í gegn­um þetta sam­an.

Við leggj­um áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði kross­inn á Íslandi sinn­ir fjölda­hjálp og fé­lags­legu hjálp­ar­starfi og sími þeirra 1717 er opinn all­an sól­ar­hring­inn.

Með vin­semd og virðingu,
sveit­ar­stjórn og sveit­ar­stjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir