Stórbruni á Hofsósi

Lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu um kl.05:20 í morgun um eld í húsi við Suðurbraut á Hofsósi. Í fyrstu var óttast um mann sem býr í húsinu.   Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var húsið, sem er gamalt timburhús, alelda. 

Íbúi hússins hafði vaknað við reykskynjara og tókst honum að brjóta rúðu og komast út og mátti ekki tæpara standa.  Við það skarst íbúinn á höndum og var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki til aðhlynningar.  Húsið er gjörónýtt eftir brunann.  Slökkvistarfi var lokið um kl.06:30
Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir.

Fleiri fréttir