Stórhættuleg hola á Flæðum

Eins og sést á meðfylgjandi mynd gæti illa farið ef einhver hrasaði óvænt í holuna. Mynd: PF
Eins og sést á meðfylgjandi mynd gæti illa farið ef einhver hrasaði óvænt í holuna. Mynd: PF

Lesandi hafði samband við Feyki og vildi benda á stórhættulegan hlut, sem viðkomandi þótti ástæða til að laga. Um er að ræða stærðar holu og við gangstéttina, steinsnar frá klukkunni við sundlaugina á Sauðárkróki.

Holan, eða ræsið, gegnir því hlutverki að taka við  leysingarvatni frá Flæðunum en á brún gangstéttar er engin aðvörun eða hindrun, þannig að þarna er hægt að steypast niður, eins og bréfritari hefur tvisvar orðið vitni af. Sem betur fer, í hvorugt skiptið, urðu meiðsli á fólki. Viðkomandi segir svo frá í öðru tilfellinu að tvær konur voru á gangi með hvor sinn barnavagninn. „Þær gengu hlið við hlið, annar vagninn var með hægri hjólin á stéttar-brúninni og stundum fyrir utan stéttina, en barnið var það ungt og vel pakkað inn að það rétt rumskaði, þó að vagninn gossaði þarna niður.“ 

Er Sveitarfélagið hvatt til þess að kíkja á aðstæður og lagfæra áður en slys hljótast af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir