Stórhríð á Siglufjarðarvegi

Norðaustan 8-15 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast á annesjum, en austan 8-13 og úrkomulítið undir kvöld. Gengur í austan 18-23 með skafrenningi eða snjókomu seint á morgun. Frost 2 til 7 stig.

Snjóþekja er víða á Norðurlandi en eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð með stórhríð er á Siglufjarðarvegi og snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Gengur í suðaustan 18-25 m/s með talsverðri snjókomu og síðar slyddu, einkum S-lands. Dregur úr vindi S-til um kvöldið. Frostlaust með S-ströndinni, en frost annars 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Gengur í norðaustan 18-25 m/s með snjókomu fyrst V-til, en mun hægara og él A-til fram undir kvöld, en fer þá að draga úr vindi fyrir vestan. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust með S- og A-ströndinni.

Á föstudag:

Allhvöss norðvestanátt og éljagangur N-til í fyrstu, en dregur síðan smám saman út vindi og léttir til. Gengur í sunnan- og suðaustanhvassviðri með snjókomu um kvöldið, fyrst SV-til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðvestlæg átt og dálítil él, en úrkomulítið S-lands. Kólnandi veður.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir norðanhvassviðri með ofankomu N- og A-lands.

Fleiri fréttir