Stórhríð á Vatnsskarði og ófært á Öxnadalsheiði

Hálka eða snjóþekja er á Norðurlandi en þungfært og stórhríð á Vatnsskarði og ófært og óveður á Öxnadalsheiði, þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Flughálka er frá Sauðárkrók að Ketilási í Fljótum og einnig er flughált í Út-Blönduhlíð.

Suðvestan 13-20 m/s og þurrt að kalla er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari S- og A-lands. Hvassara í vindstrengjum N-til, allt að 23 m/s. Lítilsháttar slydda eða rigning undir kvöld, en bjartviðri NA-lands.

Rigning með köflum um landið norðvestanvert á morgun, annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig, en hlýnar lítillega með A-ströndinni á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 10-18 m/s, hvassast á NV-verðu landinu. Víða dálítil væta, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast SA- og A-til.

Á föstudag:

Sunnan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í suðvestan og vestan 15-23 seinnipartinn með snjókomu eða éljum og frystir.

Á laugardag:

Minnkandi vestanátt með éljum, en þurrt A-lands. Frost 0 til 5 stig. Sunnan 5-13 m/s undir kvöld og hægt hlýnandi veður.

Á sunnudag:

Suðvestan 8-15 m/s, en 13-18 á NV-verðu landinu. Súld eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast NA-til.

Á mánudag:

Vestan- og suðvestan 13-20 m/s með éljum eða slydduéljum um landið V-vert. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljum, en úrkomulítið um N- og A-vert landið. Frost 1 til 7 stig.

Fleiri fréttir