Stórlaxar veiðast í húnvetnsku ánum

Pétur Pálsson með 101 sm hrygnuna úr Blöndu. Mynd: Facebooksíðan Blanda-Svartá.
Pétur Pálsson með 101 sm hrygnuna úr Blöndu. Mynd: Facebooksíðan Blanda-Svartá.

Óhætt er að segja að laxveiðin fari vel af stað í húnvetnsku ánum en um helgina veiddust þar tveir laxar sem mældust 101 sm, sá fyrri í Víðidalsá á laugardaginn og hinn í Blöndu í gærmorgun.

Á veiðivef mbl.is, Sporðaköstum, kemur fram að laxinn í Víðidalsá hafi verið fyrsti lax sumarsins sem náði 100 sentimetrunum á þessu sumri en það var breski kvik­mynda­leik­ar­inn James Murray sem setti í fisk­inn í Harðeyr­ar­streng og barðist við hann í rúm­an hálf­tíma. Sögunni fylgir að þetta sé stærsti lax sem Murray hef­ur veitt og því ekki að undra að gleði leik­ar­ans hafi verið mik­il þegar fé­lagi hans, kvik­mynda­leik­ar­inn Rob­son Green, háfaði fisk­inn. „Heyra mátti gleðiöskrin víða um Víðidal,“ segir á Sporðaköstum. Þar er einnig haft eftir Pét­ri Páls­syni sem veiddi lax­inn í Blöndu í gær að það vekji sér­staka at­hygli að um hrygnu er að ræða en al­geng­ara sé að hæng­ar rjúfi 100 senti­metra múr­inn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir