Stórsigur stelpnanna í 3. flokki
Í gær fékk 3. flokkur Tindastóls kvenna heimsókn frá Fjarðabyggð og áttust liðin við í Íslandsmótinu í fótbolta. Skemmst er frá því að segja að yfirburðir heimastúlkna voru miklir og unnu þær stórsigur á austfirskum stöllum sínum.
Það varð ljóst strax í upphafi leiks að Fjarðabyggð átti erfiðar mínútur framundan því heimastúlkur tóku öll völd á vellinum og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Endaði leikurinn með stórsigri Tindastóls 12-2. Ekki var komin leikskýrsla inn á KSÍ til að upplýsa um markaskorara þegar fréttin var skrifuð en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leiknum.
.