Strandaði við Skagaströnd

Rúmlega sex tonna bátur strandaði rétt norðan við Skagaströnd í gærkvöldi. Björgunarsveitin Strönd og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Húnabjörg var kölluð til aðstoðar laust fyrir miðnætti en samkvæmt vef Landsbjargar var einn maður um borð og sakaði hann ekki. Enginn hætta á ferðum enda veður gott á strandstað.

„Fljótlega varð ljóst að ekki yrði hægt að draga bátinn á flot fyrr en með flóði og því ákveðið að fresta aðgerðum þar til fallið væri að en hálf fallið var út er báturinn strandaði,“ segir á vefnum.

Báturinn var síðan dreginn af strandstað um klukkan níu í morgun og gekk það vel og ekki að sjá miklar skemmdir fyrir utan skrúfu og stýri og ekki varð vart við leka.

Fleiri fréttir