Stúkan klædd og komin á ról

Stúkan lítur vel út. Þarna má líka sjá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls, Sæþór Má Hinriksson, léttan í spori á leið í sæti sitt í stúkunni. MYND: ÓAB
Stúkan lítur vel út. Þarna má líka sjá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls, Sæþór Má Hinriksson, léttan í spori á leið í sæti sitt í stúkunni. MYND: ÓAB

Nú nýlega var nýja stúkubyggingin við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki klædd og er hin snotrasta. Allra ánægðastir eru væntanlega stuðningsmenn sem hafa kvartað undan því að ísköld norðangolan hafi kælt á þeim læri og bossa þar sem hún átti greiðan aðgang undir stúkuna ... já og svo framvegis!

Á síðustu leikjum hefur því verið hið besta skjól í stúkunni og áhorfendur látið sér líða vel, vitandi af norðangolunni norðan veggs, og jafnvel fækkað helsta hlífðarfatnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir