Stúlkur segja frá grófum kynferðisafbrotum á Sauðárkróki

Fréttablaðið Stundin greinir frá því að fjöldi stúlkna á Sauðárkróki hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi ungs manns af staðnum og tvær þeirra hafi kært hann fyrir nauðgun. Málin voru látin niður falla þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál stúlknanna er reifað í ítarlegri grein á Stundinni og því lýst hvernig fólk upplifði þöggun og meðvirkni samfélagsins með gerendanum og hvernig kerfið brást þeim í þeirra erfiðu málum.

„Það er mjög erfitt að kæra. Sérstaklega í svona litlu samfélagi, þar sem allt tvístrast, annað hvort ertu með eða á móti. Vissir aðilar stóðu með mér og aðrir með honum. Stundum heyrði ég að einhver hefði sagt eitthvað allt annað en viðkomandi hafði sagt við mig,“ segir önnur stúlknanna, sem kærðu manninn, í viðtalinu.

Meðan stúlkurnar tókust á við afleiðingar hinna meintu brota, segjast þær það erfitt að hafa þurft að horfa upp á það að hann naut vinsælda og ákveðinnar virðingar; „ … hann verið fyrirmynd barna á Sauðárkróki og í uppeldishlutverki, bæði sem starfsmaður á leikskóla og sem fótboltaþjálfari yngri flokka, en síðasta sumar var honum boðin þjálfarstaða hjá Tindastól.“

Aðalstjórn Tindastól hefur af þessu tilefni sent út yfirlýsingu en í henni segir m.a. að þær ungu konur sem stigu fram og sögðu sína sögu eigi skilið þakklæti fyrir mikinn styrk. Skömmin sé gerandans.

Sjá yfirlýsingu Tindastóls HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir