Styðja úrsögn fulltrúa LNV úr stjórn Landssambands lögreglumanna

Á fundi Lögreglufélag Norðurlands vestra (LNV) sem haldinn var á lögreglustöðinni á Sauðárkróki í gær var rætt um úrsögn fulltrúa LNV úr stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) og var niðurstaða fundarins sú að kjósa ekki fulltrúa í hans stað að svo komnu máli.

Fundurinn ályktaði að ákveðnir hagsmunir lögreglumanna og forystu stjórnar LL fari ekki saman svo sem í framtíðar skipulagi í bílamálum, í málefnum sérsveitar RLS og fata- og búnaðarmálum. 

Lögreglufélagið hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem forystumenn LL voru hvattir til að standa í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra og viðbrögð LL voru engin og ekkert sem bendir til þess að þeir muni beita sér í þeim málum, segir í tilkynningu frá Lögreglufélagi Norðurlands vestra.

„Við styðjum ákvörðun fulltrúa LNV, að segja sig úr stjórninni og þökkum honum jafnframt fyrir vel unninn störf í þágu lögreglumanna þvert yfir landið,“ segir í ályktun LNV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir