Styrkir úr Innviðasjóði

Mynd: rannis.is
Mynd: rannis.is
Styrkjum hefur verið úthlutað úr Innviðasjóði en 28 verkefni hlutu styrk upp á samtals rúmar 340 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 77 umsóknir þar sem samtals var sótt um 900 milljónir króna.
 
Tveir styrkjanna fóru til verkefna í Austur-Húnavatnssýslu. Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi fengu 17,6 milljón króna styrk fyrir verkefnið Textíll í takt við tímann – uppbygging innviða til rannsókna á textíl og Stofnun Rannsóknarsetra Háskóla Íslands á Skagaströnd fékk 5,1 milljón í styrk fyrir verkefnið Gagnagrunnur sáttanefndabókar.
 

Nánar um úthlutun úr Innviðasjóði hér.

 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir