Styrktarkvöld á Ólafshúsi
feykir.is
Skagafjörður
25.11.2014
kl. 10.42
Í dag, þriðjudaginn 25. nóvember frá kl 17-22 mun öll innkoma af pizzusölu renna beint til Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur og dætra hennar. Elísabet berst nú harðri baráttu við illvígan sjúkdóm.
Í auglýsingu frá Ólafshúsi er fólk hvatt til að taka höndum saman og styðja í sameiningu við bakið á þeim mæðgum. Pöntunarsíminn þar er 4536454.