Styrktarsjóðsballið annan laugardag

Hið árlega Styrktarsjóðsball, á vegum Styrktarsjóðs Húnvetninga, verður haldið laugardaginn 18. október næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 23:00 og er miðaverð 3.000 krónur. Hljómsveitin Von ásamt Magna Ásgeirs leikur fyrir dansi fram á nótt.

Þess má geta að Styrktarsjóður Húnvetninga fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á þessu ári en sjóðurinn var stofnaður 16. mars 1974. Markmið sjóðsins er að veita Húnvetningum aðstoð þegar óvænta erfiðleika ber að höndum og eru styrktarsjóðsballið og sala á happdrættismiðum helsta fjáröflun sjóðsins.

Fleiri fréttir