Styttist í að fjölbýlishúsið við Freyjugötu verði tilbúið

Fyrsta húsið á Freyjugötureitnum verður senn tilbúið. MYND: PF
Fyrsta húsið á Freyjugötureitnum verður senn tilbúið. MYND: PF

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvar mál standa með uppbyggingu á verkstæðisreitnum við Freyjugötu á Sauðárkróki. Til stóð að reisa þar nokkur fjölbýlishús en aðeins eitt er risið og hafa framkvæmdir gengið hægar en ætlað var. Vinna hófst snemma árs 2021 og stefnt var að því að íbúðirnar yrðu tilbúnar að hausti. Framkvæmdaaðilinn, Hrafnshóll, er nú að ljúka við húsið og er stefnt að verklokum um næstu mánaðarmót samkvæmt upplýsingum Feykis.

Framkvæmdaaðili er jafnframt með deiliskipulag svæðisins í vinnslu en það var síðast í umfjöllun hjá skipulagsnefnd sveitarfélagsins 20. júní sl. en er áfram í vinnslu. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, þarf deiliskipulagið að klárast svo menn viti hvernig áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu verður nákvæmlega hagað.

Íbúðirnar átta í húsinu við Freyjugötu eru hses íbúðir (húsnæðissjálfseignarstofnun) þannig að þær fara allar í útleigu og verða því ekki til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir