Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum
Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en suðlægari og skúrir eða slydduél nærri hádegi. Dregur úr vindi í nótt, sunnan 5-10 á morgun og stöku skúrir eða él. Hiti 3 til 8 stig framan af degi í dag, síðan 0 til 6. Hálkublettir eru nokkuð víða á Norðanverðu landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan og austan 3-8 m/s og víða bjart veður, en 8-13 með S-ströndinni og dálítil slydda eða rigning. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan, en hiti rétt yfir frostmarki syðst.
Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast um landið V-vert. Rigning, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 3 til 8 stig. Hægari vestlæg átt vestast seint um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar þar í bili.
Á laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og rigning eða slydda, einkum A-til, en hægari og skúrir eða él um landið V-vert. Hiti 1 til 6 stig. Suðvestlægari og kólnar um kvöldið.
Á sunnudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu síðdegis og hlýnar í bili.
Á mánudag:
Útlit fyrir ákveðna vestanátt með éljum og hita nálægt frostmarki.