Sumarmessa í Knappstaðakirkju
feykir.is
Skagafjörður
05.07.2022
kl. 10.16
Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Fleiri fréttir
-
BIFRÖST 100 ÁRA | „Það var góð mynd og aldeilis barist“
„Bifröst er fyrir mér kennileiti í Skagafirði, bara eins og Drangey og Mælifellshnjúkur. Ég var í Gagnfræðaskólanum á Króknum veturinn 1970 til 1971 og síðan þá tengi ég Bifröst mjög sterkt við Sæluvikuna. Ég hef greinilega ekki lært mikið meðan Sæluvikan stóð yfir þarna árið 1971 því ég sé í gömlum bréfum sem ég skrifaði frænda mínum að ég hef farið á öll böllin (nema tvö), séð þrjár bíómyndir ogtvær leiksýningar þá vikuna,“ segir Blöndhlíðingurinn Eyþór Árnason, ljóðskáld og fyrrverandi sviðsstjóri.Meira -
Þetta er sauna – ekki hefðbundið gufubað
Sigrún Davíðsdóttir er menntaður hárgreiðslumeistari, iðnkennari og saunagusumeistari, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á vellíðan, sköpun og því að byggja upp góðar upplifanir fyrir fólk. Sigrún starfar í dag bæði sem hárgreiðslumeistari og sem rekstraraðili Saunasetursins á Hvammstanga – en það er verkefni sem hún hefur unnið að, af mikilli ástríðu og trú á að það geti bætt líðan fólks og styrkt samfélagið hér fyrir norðan eins og hún segir sjálf.Meira -
BIFRÖST 100 ÁRA | Lengi lifi Bifröst!
„Fæddur 21. október 1956 og skírður Helgi og varð fljótt úr því ,,Helgi Gunn”, löngu seinna tók ég svo upp nafnið Dagur og úr því varð „helgidagur” eða Helgi Dagur,“ segir Helgi Dagur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bifrastar, þegar hann er beðinn að gera grein fyrir sér. Eðlilega fékk Feykir Helga til að rifja upp minningar úr Bifröst.Meira -
Molduxar sigurvegarar Jólamóts 2025 með Forsetann í fararbroddi
Jólamót Molduxa fór fram á öðrum degi jóla þar sem 13 lið öttu kappi í körfubolta „af mikilli fegurð og yfirvegun“ eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Molduxa. Það var stuttbuxnadeild Molduxa sem bar sigur úr bítum í úrslitaleik gegn ungum og sprækum piltum í liði Hágæða dráttarvéla en Hús Frítímans fékk flest stigin í B flokki.Meira -
Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 30.12.2025 kl. 18.42 oli@feykir.isStarfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.Meira
