Sumarstörf námsmanna á Skagaströnd laus til umsóknar
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun laust til umsóknar. Störfin eru sögð vera við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins, m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 1. júní nk. og umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Svf. Skagastrandar í síma 455 2700.