Sundlaug Sauðárkróks opnar aftur í fyrramálið
Á Facebook-síðunni Sundlaug Sauðárkróks segir ,,Byrjað er að hita upp pottana og laugina. Opnum kl. 6:50 í fyrramálið, 12. febrúar." Það er því um að gera að gera sér ferð í sundlaugina á morgun eftir nokkurra daga lokun.