Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð - opnað aftur í Varmahlíð á mánudag
Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru nú báðar lokaðar tímabundið. Í gær var Sundlauginni á Sauðárkróki lokað vegna framkvæmda og verður svo um einhvern tíma. Sundlaugin í Varmahlíð verður opnuð á mánudaginn kemur, 8. október, eftir tímabundna lokun. Þá verða bæði litla og stóra laugin opnar, svo og potturinn. Nýja rennibrautin er enn ekki klár, eða eins og segir á Facebooksíðu sundlaugarinnar – góðir hlutir gerast hægt.
Vetraropnun í Sundlauginni í Varmahlíð verður sem hér segir:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 09:00-21:00.
Föstudaga kl. 09:00-14:00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-15:00.
Sundlaugin á Hofsósi er opin þannig:
Mánudaga - föstudaga kl. 07:00-13:00 og 17:00-20:00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-15:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.