Sungið fyrir heimilisfólk HSN - Myndband
Heimilisfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands var boðið á tónleika í gær þrátt fyrir að samkomu- og heimsóknarbann væri í gildi á stofnuninni. Var þetta gert að fyrirmynd annarra listamanna sem hafa einmitt stillt saman strengi og skemmt fólki sem sæta þurfa fyrirmælum almannavarna um að sitja í nokkurs konar sóttkví meðan Covid 19 ógnar heilsu þjóðarinnar og alls heimsins.