Súpa og fyrirlestur hjá Soroptimistaklúbbnum Við Húnaflóa í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 14. mars kl 19:30 stendur Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa fyrir súpu- og skemmtikvöldi í matsal Blönduskóla á Blönduósi. Boðið verður upp á ljúffenga súpu, brauð, kaffisopa og áhugaverðan fyrirlestur.

Fyrirlesari kvöldsins er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar en hún hefur brennandi áhuga á að nýta nýjustu þekkingu og rannsóknir til að hjálpa fólki að stýra eigin lífi, hugsun og hegðun á jákvæðan hátt og öðlast þannig meiri hamingju og betri heilsu.

Markmið súpukvölda Sorotimistaklúbbsins er að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra sem hægt er að tengja markmiðum Soroptimista. Klúbburinn Við Húnaflóa hefur árlega staðið fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir ungar stúlkur í sýslunum og eru súpukvöldin hluti af fjáröflun fyrir það verkefni.

Aðgangur kr. 2.500,- og eru allir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir