Svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagastrandar var tekið fyrir bréf Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu er varðar breytingu á Svæðisskipulagi Austur Húnavatnssýslu 2004-2016. Á auglýsinga- og kynningartíma bárust athugasemdir frá 4 aðilum.

Svör samvinnunefndar hafa verið send til þeirra sem athugasemdir gerðu og verður niðurstaða nefndarinnar auglýst síðar en sveitarstjórn Skagastrandar leggur til að breyting á Svæðisskipulagi Austur Húnavatnssýslu verði samþykkt.

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu samþykkti þann 9. júní sl. tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016.

a) Breyting á svæðisskipulagi við Húnavelli sem felst í að gera ráð fyrir þéttbýli í Húnavatnshreppi. Í núverandi svæðisskipulagi eru Húnavellir skilgreindir sem þjónstumiðstöð – B flokkur, sem býður upp á talsverða þjónustu.

b) Breyting á svæðisskipulagi á gagnaverslóð við Blönduós og færslu Svínvetningabrautar. Tillagan felst í að stækka lóðina úr 250 ha. í 272 ha. fyrir iðnaðar- og athafnasvæðis í landi Hnjúka. Breytingin felur í sér að samfeld lóð næst ef Svínvetningabraut er færð á um 3,0 km kafla og að sveitarfélagamörkum við Húnavatnshrepp. Núverandi landnotkunn er landbúnaðarnotkun og er svæðið í útjaðri Blönduóss og að hluta framræst beitarhólf.

c) Leiðrétting á legu háspennulínu frá Geithömrum að Hurðabaki í Húnavatnshreppi. Í ljós kom að línan var rangt staðsett í núverandi svæðisskipulagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir