Svæðisútvarpið blásið af

Ríkisútvarpið hefur endurskoðað rekstraráætlun sína fyrir næsta ár og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að hætta svæðisbundnum útsendingum rúv á Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði. Fyrr í haust skar RÚV, ríkisútvarps allra landsmanna, einnig niður og var þá fækkað á starfsstöðvunum úti á landi.

Alls hefur Ríkisútvarpið sagt upp 21 starfsmanni auk þess að rifta samningu við 23 verktaka. Allt í allt hverfa 45 starfsmenn frá RÚV.

Fréttasvið er það langstærsta en undir það heyra fréttastofur útvarps og sjónvarps, íþróttadeild, textavarp, vefur RÚV og svæðisstöðvarnar,auk morgunþátta og síðdegisþáttar Rásar 2. 15 manns verða látnir fara af þessum sviðum. Þremur starfsmönnum verður sagt upp á Akureyri. Einum tæknimanni, einum fréttamanni og einum dagskrárgerðamanni. Að sögn Óðins Jónssonar, fréttastjóra, er hugmyndin sú að þeir starfsmenn sem eftir verið skili meiri fréttum en áður inn í fréttatíma útvarps og sjónvarps.

Fleiri fréttir