Svala Guðmunds hlaut Morgunblaðsskeifuna
Í gær sumardaginn fyrsta, var haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana sem er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur í hrossarækt sýndu afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum og Morgunblaðsskeifan m.a. afhent þeim nemenda sem stendur sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins.
Svala Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki hlaut skeifuna að þessu sinni. Svala er mikil hestakona sem á ekki langt að sækja hestaáhugann en hún er dóttir Guðmundar Sveinssonar og Auðar Steingrímsdóttur hrossaræktenda. Þá er Sveinn Guðmundsson einn af áhrifamestu hrossaræktendum landsins afi hennar.