Sveinbjörn Óli og Ísak Óli í landsliði FRÍ

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli. Mynd af netinu.
Ísak Óli og Sveinbjörn Óli. Mynd af netinu.

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála Frjálsíþróttasambands Íslands hafa valið landsliðshóp fyrir komandi ár með hliðsjón af árangri keppenda á árinu sem er að líða. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum Sveinbjörn Óli Svavarsson og Ísak Óli Traustason.

Ef allt fer vel í Covid málum og keppnir leyfðar um víða veröld gæti árið 2021 orðið mjög spennandi og kemur fram á fri.is að dagskráin verði þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Þá keppir Ísland að þessu sinni í  2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje árið 2019.

Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli. Sveinbjörn Óli er skráður í spretthlaup/grindahlaup/boðhlaup líkt og Ísak Óli sem einnig er skráður í þrautir en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í sjöþraut.

Á heimasíðu FRÍ segir að valið verði endurskoðað eftir innanhússtímabilið 2021 og því gæti hópurinn breyst.

Hópinn má sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir