Sveitarfélagið fagnar 75 ára afmæli

Til stóð að kveikja á jólatrénu á Hnappstaðatúni á Skagaströnd þann 1. desember. Því var frestað vegna veðurs en íbúum sveitarfélagsins boðið í afmæliskaffi í félagsheimilinu þennan dag. Tilefnið var 75 ára afmæli sveitarfélagsins.

Skagaströnd, sem áður kallaðist Höfðakaupstaður, telur í dag rétt tæplega 500 íbúa. Þorpið hefur verið sjálfstætt sveitarfélag síðan Vindhælishreppi var skipt i þrennt árið 1939. Þann 11. september 2007 var nafni sveitarfélagsins síðan breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Boðið var upp á glæsilegt kökuhlaðborð í Fellsborg. Þrátt fyrir veðrið fjölmenntu íbúar sveitarfélagsins og fögnuðu þessum tímamótum.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar frá Árna Geir.

 

Fleiri fréttir