Sveitasæla 23. ágúst
feykir.is
Skagafjörður
04.07.2014
kl. 09.46
Sýningin Sveitasæla 2014 verður haldin laugardaginn 23.ágúst n.k. í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók. Sýning verður með hefðbundnu sniði, en hefur hún gefið fjölbreytta mynd af landbúnaði og landbúnaðarafurðum, heima í héraði sem og annars staðar.
Farið er að taka við skráningum fyrir sýningarbása og handverksborð. Áhugasamir geta haft samband við Söru Reykdal í síma 895-6417 eða með tölvupósti sveitasaela@svadastadir.is.