Sveitastjórn Skagafjarðar styður óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunnar
feykir.is
Skagafjörður
22.09.2010
kl. 14.59
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þess efnis að styðja þau áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum.
Í ályktun sveitastjórnar sem samþykkt var samhljóða í gær segir enn fremur; -Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu"
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.