Sviðamessan fer vel af stað

Þá er að baki fyrsta Sviðamessuhelgin hjá þeim Húsfreyjum á Vatnsnesi og tókst það með miklum ágætum. Magnús Magnússon sóknaprestur á Hvammstanga var veislustjóri og söngstjóri var Guðmundur Þorbergsson og fóru þeir alveg á kostum að mati viðstaddra.

Mikill og þjóðlegur matur var á boðstólnum, m.a. svið í hinum ýmsu tilbrigðum; söltuð, reykt, heit og köld; sviðalappir og reykt kviðsvið með rófu og kartöflustöppu. Anna Scheving á Hvammstanga gæddi sér á góðmetinu á föstudagskvöldið og mundaði myndavélina og fangaði stemninguna. Sagði hún kvöldið hafa verið í alla staði alveg frábært og vel heppnað.

Hér fyrir neðan eru skemmtilegar myndir frá Önnu.

.

Fleiri fréttir