Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal
Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Á laugardag var svo réttað fallegu haustveðri og hinir hefðbundnu viðburðir voru á sínum stað, þ.e. happdrætti, sölutjaldi og veitingarnar í réttarskúrnum. Að loknum réttarstörfum var opið hús á Stóru-Ásgeirsá og lauk deginum svo með réttardansleik í Víðihlíð.
Anna Scheving á Hvammstanga leit við í Víðidalstungurétt með myndavélina og sendi Feyki afraksturinn.