Sýrlensku börnin fá ullarsokka og vettlinga

Nú er kalt í veðri og því betra að klæða sig vel. Sýrlensku börnin í Húnaþingi vestra ættu þó ekki að þurfa að kvíða vetrarkuldanum því í dag kom Anton Scheel Birgisson, framkvæmdastjóri USVH, færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins og afhenti, fyrir hönd ömmu sinnar, Helgu Kristinsdóttur frá Þorlákshöfn, öllum sýrlensku börnunum vettlinga og ullarsokka.
Þegar Helga, sem er 80 ára, heyrði af komu flóttamannanna í Húnaþing vestra vildi hún leggja sitt af mörkum og sagðist ekki hafa neitt betra að gera en prjóna á þau þrettán börn sem komu á Hvammstanga, að því er segir á vef Húnaþings vestra.