Tafarlaust þarf að hreinsa til í stjórn

Samfylkingin ályktar
Á fundi Samfylkingarfélagsins í Skagafirði sem haldinn var í dag var ályktað um eftirfarandi:

Krafa Samfylkingarinnar nú er um endurmat gilda og breyttar áherslur í íslenskum stjórnmálum. Stjórnvöld verða að sýna almenningi þá virðingu að leggja málin fram fyrir þjóð og þing. Krafan er að þau samræðustjórnmál sem Samfylking stendur fyrir verði ástunduð af íslenskum stjórnvöldum.

Tafarlaust þarf að hreinsa til í stjórn- og fjármálakerfum þjóðarinna svo þau verði hafin yfir allan grun um spillingu. Efnahags- og atvinnustefnu þjóðarinnar verður að endurskoða og hleypa í hana nýju blóði með jafnræði, nýsköpun og frumkvæði. Krafan er um ábyrgð gagnvart landi og þjóð með sjálfbærni að leiðarljósi.

Grunngildi Samfylkingarinnar eru jöfnuður, ábyrgð og samstaða. Virk og almenn þátttaka í stjórnmálum á öllum vettvangi er brýnni en nokkru sinni. Virkt lýðræði er forsenda þess endurmats og þeirra endurbóta, sem verða varanleg breyting til batnaðar fyrir íslenskt samfélag.

Fleiri fréttir