Taflborð frá foreldrafélaginu
Nýverið færði Foreldrafélag Árskóla, skólanum tvö taflborð að gjöf. Borðin ásamt taflmönnum eru stór og vegleg og eru vel til þess fallin að auka enn frekar áhuga nemenda fyrir skákíþróttinni sem virðist þó mikill fyrir. Sem dæmi um þetta er að við afhendingu borðanna var varla búið að setja þau niður þegar nemendur voru búnir að ná sér í stóla og hefja skák af miklum móð.
Foreldrafélag Árskóla hefur það hlutverk að vinna að heill nemenda Árskóla og hefur í gegnum tíðina staðið fyrir ýmsum viðburðum og stutt við verkefni í skólastarfinu. Félagið hefur ákveðið að nýta fjármuni sem eru í vörslu félagsins til að fjárfesta í tækjum og búnaði til afþreyingar fyrir nemendur skólans í frítímum bæði innandyra og utan og er þessi gjöf hluti af þeirri vinnu.