Táin og Strata færðu Dagdvöl aldraðra gjöf

Hjördís og Rannveig, í Tánni og Strata, með einn ljómandi fallegan vélrænan kött. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Hjördís og Rannveig, í Tánni og Strata, með einn ljómandi fallegan vélrænan kött. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir af því að systurnar Hjördís og Rannveig Helgadætur í Tánni og Strata hafi á dögunum fært Dagdvöl aldraðra veglega gjöf þegar þær afhentu þrjú vélræn stuðningsdýr. Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur, forstöðumanns Dagdvalar, koma stuðningsdýrin sér afar vel fyrir notendur og eru þegar farin að vekja mikla lukku og umræður.

Í fréttinni segir: „Dýrin snúast um auðvelda umhirðu og þægindi sem fara saman með tækni til að skapa sem bestu mögulegu upplifunina fyrir hinn aldraða. Dýrin eru raunveruleg með mjúkum feld og skynjurum sem bregaðast við snertingu og hljóði. Kötturinn malar og mjálmar, hreyfir fótinn og eyrun, höfuðið og búkinn og bregst þannig við snertingu svipað og um raunverulegan kött væri að ræða. Hundurinn geltir þegar talað er til hans, vaggar skottinu, snýr höfðinu í átt að hljóði og hjarta hans slær þegar honum er klappað.

Dýr sem þessi eru hönnuð með það að markmiði að veita félagsskap og kalla fram minningar en rannsóknir sýna að þau dragi úr einmannaleika, félagslegri einangrun og upplifun þunglyndis hjá öldruðum og þá sér í lagi hjá einstaklingum sem glíma við heilabilun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir